18.09.2012
Kjúklingur með pestói og piparosti

Uppskrift:
6 kjúklingabringur
2 krukkur rautt pestó
2 piparostar
1 bréf rauðvínssóa
½ l matreiðslurjómi

Svona geri ég:
Skerið hverja bringu í þrennt, setjið eldfast mót og kryddið með kjúklingakryddi.  Smyrjið pestóinu yfir hverja sneiðina (báðum megin) og sneiðið síðan piparosti í þunnar sneiðar og raðið yfir kjúklinginn.Bakið í ofni í 180 gráðum í ca 40-60 mín.  Lagið rauðvínssósu, notið 2 ½ dl af vatni.  Bræðið piparosti í matreiðslurjóma og blandið svo útí rauðvínssósuna.

Ég var með hrísgrjón og salat.