Hráefni: 4 kjúklingabringur 1 matreiðslurjómi 1 stk rauðlaukur 3-4 rif af hvítlauk 1 box sveppir (mér finnst best að hafa sem mest af sveppum svo þetta er meira en uppskriftin segir) 1 krukka sólþurrkaðir tómatar 2 stk kjúklingakraftur/teningar salt og pipar season all krydd Olifu olía Svona geri ég: Byrja a því að hita ofninn i 200 graður. Skerið næst sveppina niður og steikið á pönnu upp úr season all kryddi og olifuolíu. Skera bringurnar í litla bita og steikið á pönnu, strá salt og pipar yfir. Því næst á að sjóða rjómann, bæta sveppunum út í ásamt kjúklingakraftinum, hvítlauksrifinu og niðurskornum rauðlauk. Setja svo allt saman i eldfast form og bæta að lokum við sólþurrkuðum tómutunum. Hita i ofni i c.a. 20 -25 min